fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Skilaði bókasafnsbók 99 árum of seint

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. mars 2025 19:30

Trump er ósáttur við bókasafnsvörðinn fyrrverandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var hin 81 árs gamla Mary Cooper að fara í gegnum eigur sínar eftir að hafa flutt á nýtt heimili. Í kassa sem móðir hennar heitin átti þá fann hún gamla bók sem var forvitnileg. Um var að ræða gamla bók, frá 1911, sem fjallaði um hvernig ætti að smíða leikföng fyrir börn og datt Cooper þá í hug að gefa syni sínum hana enda er hann mikill handverksmaður.

Það var Charles Tilton, afi Cooper, einnig og en umrædd bók reyndist vera bók frá bókasafni í New Jersey sem afinn hafði fengið að láni í mars 1926 en aldrei skilað.

Cooper ákvað þá að það væri tími til kominn að skila bókinni en hafði smá áhggjur af því að hún yrði rukkuð um háa sekt. Miðað við gjaldskrá bókasafnsins í dag væri sektin fyrir 99 ára gömul vanskil um 2,5 milljónir króna.

Hana óraði þó ekki fyrir hinum hlýju viðtökunum sem hún fékk í útibúi bókasafnsins og alla athyglina sem framtak hennar fékk.

CNN fjallaði um málið en í umfjöllun fréttastofunnar lýsir Cooper því hvernig starfsmaður bókasafnsins hafi tekið við bókinni, rekið upp gól stuttu seinna þegar aldur bókarinnar kom í ljós og rokið svo til yfirmanns síns eftir að hafa beðið öldnu konuna um að hinkra.

Að endingu hópuðust um 10 starfsmenn utan um Cooper til að berja bókina augum og voru allir hugfangnir.

Bókin er nú til sýnis í bókasafninu og verður það um ókomna tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri
Fréttir
Í gær

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Í gær

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“