Þetta sagði kínverski prófessorinn Wang Wen í samtali við Politiken. Hann sagði að fyrir Evrópu, marki Trump tímamót þar sem tímabili lýkur. „Brotthvarf“ Bandaríkjanna sé upphafið að upplausn bandalags ríkjanna við Norður-Atlantshaf. Þetta muni hafa mikil áhrif á Evrópu í því ljósi að þetta sé „upphafið að endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“.
Wang Wen hefur sérhæft sig í rannsóknum á sambandi stórvelda og þjóðhagfræði. Hann er deildarforseti við Renmin-háskólann í Kína og var áður leiðarahöfundur hjá Global Times, sem er dagblað kínverska kommúnistaflokksins.
Þessi skoðun Wang Wen fellur fullkomlega að skoðun helstu rússnesku utanríkismálahaukanna.