fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Ólöf Tara er látin

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. janúar 2025 18:37

Ólöf Tara var á 35. aldursári

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Tara Harðardóttir, þjálfari og einn stofnanda samtakanna Öfga, er látin. Ólöf var 34 ára gömul.

Samkvæmt bréfi aðstandenda Ólafar Töru lést hún á heimili sínu í Reykjavík aðfararnótt fimmtudagsins 30. janúar. Ólöf Tara var fædd í Reykjavík 9. mars 1990. Foreldrar hennar eru Tinna Arnardóttir og Hörður Örn Harðarson.

„Ólöf Tara var kraftmikil í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kom að stofnun tveggja samtaka, Öfga og Vitundar, sem börðust ötullega fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis,“ segir í bréfinu. „Með Öfgum hlaut Ólöf Tara fjölmörg verðlaun fyrir vinnu sína, þar á meðal frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, og hélt mörg erindi í tengslum við kynbundið ofbeldi. Öfgar ávörpuðu m.a. Sameinuðu þjóðirnar um kvennasáttmálann og funduðu með fulltrúum Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Helstu baráttumál Ólafar Töru voru m.a. byrlanir og kvenmorð en hún lagði miklar áherslur í þeim málefnum í sinni vinnu.“

Ólöf Tara rak einnig eigið fyrirtæki þar sem hún sinnti þjálfun, sérsniðna að þörfum kvenna.

„Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í bréfi aðstandenda.

Sjá einnig:

Ólöf Tara um ofbeldið, veikindin, baráttuna og valdeflandi fjarþjálfun – „Ég hugsaði með mér, ég get ekki meira, ég ætla ekki að lifa svona“

Er það einlæg ósk þeirra að breytinga megi áfram vænta og baráttan haldi áfram og skili árangri. Að dómaframkvæmd breytist og samfélagið sameinist um að ofbeldi verði ekki liðið. Þörf sé á einlægum samskiptum fólks, án upphrópana og hleypidóma. Þörf sé á umhyggju, væntumþykju og hluttekningu.

„Tökum utan um hvert annað í stað þess að taka hvert á öðru,“ segir í bréfinu.

Aðstandendur minna á að þeir sem eiga um sárt að binda og hafa sjálfsvígshugsanir hafa alltaf stuðning og von. Bent er á Píeta-samtökin í síma 552-2218 og hjálparsíma Rauða krossins, 1717.

Þeim sem vilja kynna sér nánar baráttustörf Ólafar Töru með Öfgum, er bent á Instagram.com/ofgarofgar.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku