fbpx
Laugardagur 11.október 2025
Fréttir

Leðurblakan handsömuð og er dauð – Náðu myndbandi af því þegar hún var gómuð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 18:27

Leðurblakan var nær dauða en lífi. Mynd/Dýraþjónusta Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leðurblakan sem hefur flögrað um Reykjavík undanfarna daga var handsömuð á vegg heimahúss í dag nær dauða en lífi. Hún var aflífuð og send til rannsóknar á tilraunastöðina að Keldum.

Að sögn Þorkels Heiðarsson, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur, var leðurblakan fönguð seinnipartinn í dag. Hún var þá mjög illa á sig komin, nær dauða en lífi, eftir að hafa flögrað um Reykjavík í fimbulkulda. Myndband náðist af því þegar leðurblakan var fönguð.

@lillyborg10 Leðurblakan fundin! @RÚV – fréttir ♬ original sound – Lilja

Leðurblakan hefur verið aflífuð en leðurblökur eru mjög þekktir smitberar og geta meðal annars borið með sér hundaæði. Hún hefur þegar verið send á tilraunastöðina að Keldum til rannsóknar.

Sjá einnig:

Leðurblaka vakti athygli gesta í Laugardalslaug

Þorkell segir að leðurblakan hafi verið með 25 sentimetra vænghaf en með lítið í kviðnum. Ekki er vitað hvaða tegund þetta er eða hvernig hún komst hingað. En leðurblökur hafa komið í nokkur skipti til Íslands, aðallega með skipum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Í gær

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár