fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Los Angeles brennur og stjörnurnar flýja – Skelfileg staða á svæðinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 07:42

Spencer Pratt. Skjáskot/Daily Mail

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 30 þúsund íbúum Los Angeles og nágrennis hefur verið gert að flýja heimili sín vegna skógarelda sem loga á svæðinu. Vatnsskortur er farinn að gera vart við sig og óttast yfirvöld það versta.

Veðurskilyrði hafa verið afar óhagstæð síðastliðinn sólarhring og hefur mikill vindur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Hafa yfirvöld sagt íbúum á nokkrum svæðum að búa sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín og gæti það gerst í dag.

Ástandið er einna verst í Pacific Palisades-hverfinu í Los Angeles en þar eiga stjörnur á borð við Chris Pratt, Ben Affleck, Tom Hanks, Adam Sandler, Reese Witherspoon og Miles Teller heimili.

Spencer Pratt og eiginkona hans, Heidi Montag, misstu heimili sitt í gær en á myndbandi hér að neðan má sjá Pratt virða fyrir sér eldhafið í kringum heimili hans í hlíðum Pacific Palisades. Ekki löngu síðar náðu eldtungurnar að læsa sig í húsi þeirra og er það gjörónýtt samkvæmt heimildum TMZ. Pratt, Montag og tveir synir náðu að koma sér í öruggt skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin