fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Rússar verða að nota hlaupahjól á vígvellinum – Eiga fá brynvarin ökutæki eftir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. janúar 2025 22:00

Hér sjást rússneskir hermenn á hlaupahjólum og fjórhjólum á vígvellinum. Mynd: Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa notað mun færri brynvarin ökutæki, þar á meðal skriðdreka, á vígvöllunum í Úkraínu að undanförnu. Ástæðan er hugsanlega að fátt sé orðið um fína drætti í vopnabúri þeirra og lítið sé eftir af gömlum skriðdrekum frá tíma Sovétríkjanna.

Rússar hafa lengi sótt skriðdreka í gamlar birgðageymslur, skriðdreka frá tíma Sovétríkjanna. Þeir þykja frekar auðveld skotmörk á vígvellinum enda ekki hannaðir til notkunar í nútímahernaði.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu og byggir þetta á upplýsingum frá Orest Drimalovskyi, talsmanni úkraínskrar herdeildar í Donetsk. Hann sagði að Rússar sendi nú fótgönguliða fram á vígvellinum og noti brynvarin ökutæki aðeins sem stórskotalið til stuðnings fótgönguliðunum.

Þessi frásögn hans kemur heim og saman við það sem kom nýlega fram í The New York Times en þar kom fram að rússneskir hermenn noti nú hlaupahjól, mótorhjól og fjórhjól þegar þeir gera árásir í austurhluta Úkraínu. Úkraínska Azov-herdeildin birti nýlega myndband af rússneskum hermönnum sækja fram á slíkum farartækjum.

ISW telur að Úkraínumenn hafi eyðilagt eða skemmt rúmlega 3.000 rússneska skriðdreka og tæplega 9.000 brynvarin ökutæki á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri

Biðin eftir gosinu gæti orðið lengri
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“

Dóra Björt hjólar í Sjálfstæðisflokkinn – „Ég var að vona að við værum komin lengra en þetta“