fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Fleiri fá réttarstöðu sakbornings í Símamálinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. september 2024 17:51

Arnar Þórisson og Þóra Arnórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri blaðamenn bætast á lista þeirra sem eru með réttarstöðu sakbornings í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Arnar Þórisson, yfirframleiðandi fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV og Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar og fyrrum ritstjóri Kveiks, voru yfirheyrð vegna málsins í síðustu viku. Þóra hefur áður verið yfirheyrð, en þetta er í fyrsta sinn sem Arnar er boðaður til yfirheyrslu.

Gögn úr síma Páls voru hluti af umfjöllun fjölmiðla um skæruliðadeild Samherja. Heimildin var fyrst til að fjalla um málið, og aðrir miðlar tóku umfjöllunina upp, þar á meðal RÚV.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang við rannsókn málsins, bæði af blaðamönnum sem hafa réttarstöðu sakborninga, og Páli sjálfum, en rúm þrjú ár eru liðin frá því umfjöllun birtist fyrst um málið.

Samkvæmt heimildum DV áætlar lögreglan á Norðurlandi eystra að niðurstaða rannsóknar muni liggja fyrir eftir 2 til 3 vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klerkastjórnin í Íran sögð aldrei hafa staðið verr að vígi

Klerkastjórnin í Íran sögð aldrei hafa staðið verr að vígi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur Ragnar Þór sagt í gegnum árin um málaflokkana sem heyra undir ráðuneyti hans

Þetta hefur Ragnar Þór sagt í gegnum árin um málaflokkana sem heyra undir ráðuneyti hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“

Faðir ICE-fulltrúans kemur honum til varnar – „Ég gæti ekki verið stoltari af honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu Pokemon myndum fyrir tug milljónir króna – Lögregla í L.A. rannsakar hvort tvö mál tengist

Stálu Pokemon myndum fyrir tug milljónir króna – Lögregla í L.A. rannsakar hvort tvö mál tengist
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum