fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Nemandinn sem réðst á Ingunni með hníf dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 11. september 2024 18:19

Ingunn Björnsdóttir. Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólaneminn sem réðst á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, með ofsafengnum hætti og stakk hana margsinnis með hníf hefur verið dæmdur í fangelsi í sjö og hálft ár. Að auki þarf hann að greiða Ingunni um 5 milljónir króna (390 þúsund norskar krónur) í miskabætur. Nemandinn þarf sömuleiðis að greiða öðrum kennara, sem einnig varð fyrir barðinu á honum, 1,5 milljónir króna (120 þúsund norskar krónur) í miskabætur.

Árásin átti sér stað þann 24. ágúst í fyrra og vakti gríðarlega athygli í Noregi enda nánast með öllu óþekkt að starfsfólk háskóla þurfi að óttast um öryggi sitt. Árásarmaðurinn veitti Ingunni minnst sextán stunguáverka, þar á meðal alvarlega stungu í kvið, og var það talið kraftaverk að hún lifði  árásina af.

Sjá einnig: Ingunn lifði af ofsafengna hnífsstunguárás í Oslóarháskóla – „Fyrsta tilfinningin sem ég fann fyrir var undrun. Og síðan kom hræðslan”

Ingunn á sjúkrabeði skömmu eftir árásina.

Sá ekki eftir árásinni

Árásarmaðurinn, sem var nemandi Ingunnar, var ósáttur við að hafa fallið á prófi og mætti með tvo hnífa að heiman til viðtals við Ingunni. Taldi dómari málsins að árásin hafi verið skipulögð og ekki hægt að kenna einhverskonar stundarbrjálæði um. Við réttarhöldin kom einnig fram að nemandinn sæi ekki eftir því að hafa ráðist á Ingunni með þessum hætti.

Þá kemur fram í dómnum að maðurinn sé álitinn hættulegur og því með öllu óvíst að hann geti um frjálst höfuð strokið í bráð.

Í frétt norska miðilsins VG er haft eftir lögmanni árásarmannsins að dómurinn verði nú lúslesinn og síðan tekin ákvörðun um hvort að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“