fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Rútuslysið í Öxnadal – Bílstjórinn í farbanni – Verkfæri og varahlutir flugu um farþegarýmið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. júlí 2024 11:30

Frá vettvangi slyssins í Öxnadal. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílstjóri rútu sem valt í Öxnadal þann 14. júní, með þeim afleiðingum að fjöldi farþega slasaðist, sumir alvarlega, hefur ítrekað verið úrskurðaður í farbann vegna rannsóknar málsins, nú síðast til 28. júlí. Landsréttur staðfesti þann úrskurð Héraðdóms Norðurlands eystra og hefur sá úrskurður nú verið birtur á vefsíðu dómstólanna.

Rútan lenti utan vegar í Öxnadal og valt. Um 20 tékkneskir túristar slösuðust, sumir alvarlega. Flestir voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri en fimm var flogið með þyrlu Landshelgisgæslunnar til Reykjavíkur á Landspítalann. Sumir farþegarnir hlutu beinbrot og aðrir alvarlega innvortis áverka.

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að bílstjóri rútunnar sé erlendur og sé eingöngu ferðamaður hér á landi og með engin önnur tengsl við landið. Því sé mikil hætta á því að hann fari úr landi og láti sig hverfa ef hann er ekki í farbanni. Um málsatvik segir ennfremur:

„Bifreiðin virðist vera sérsmíðuð vörubifreið með húsi fyrir farþega og ökumannsrými lokað af frá farþegarými. Bifreiðin virðist hafa oltið eina og hálfa veltu. Litlar upplýsingar liggja fyrir um öryggisbúnað líkt og öryggisbelti, en samkvæmt frásögn vitna kastaðist nokkur fjöldi farþega út úr bifreiðinni við veltuna. Þá virðist sem verkfæri og varahlutir fyrir bifreiðina sem geymdir voru í hólfi í gólfi í farþegarými hafi losnað og flogið um farþegarými við bílveltuna. Þá liggur fyrir að lögregla á Suðurlandi hafði afskipti af sakborningi þar sem hann var staddur við […]og var ökuriti bifreiðarinnar þá óvirkur ([…]). Þá kom fram í skýrslu ökumanns að hraðamælir bifreiðarinnar hafi verið óvirkur og að hann hafi notast við GPS-búnað í farsíma sínum til að fylgjast með hraða ökutækisins. Bíltæknirannsókn hefur farið fram og ernú unnið nánar úr þeim niðurstöðum.“

Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé á lokametrunum en hún sé afar umfangsmikil. Beinist rannsóknin meðal annars að því hvort rekja megi slysið til gáleysis af hálfu ökumannsins, er varðar búnað eða ástand bílsins. Er mögulegt að maðurinn verði dæmdur í fjögurra ára fagnelsi ef hann verður fundinn sekur um slíka vanræsklu.

Rannsókn á bílstjóranum leiddi í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra efna við aksturinn er slysið varð.

Sjá úrskurði héraðsdóms og Landsréttar í málinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA