fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. júlí 2024 09:00

Fengu þau hjólin strax lánuð. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænsk kona að nafni Alba, sem dvaldi á Íslandi ásamt manni sínum Pau, greindi frá óvæntu góðverki Íslendinga þegar hún auglýsti eftir reiðhjóli til kaups. Sagði hún góðverk sem þetta ekki geta hafa gerst á Spáni.

Vefmiðillinn Huffington Post fjallaði um málið í vikunni en atvikið átti sér stað á síðasta ári.

„Þetta hefði ekki gerst á Spáni,“ sagði Alba sem heldur úti samfélagsmiðlum með ráðleggingum um hvernig eigi að ferðast ódýrt. Bæði TikTok og Instagram reikningum ásamt Pau. „Þetta kom mér á óvart en hefði kannski ekki átt að koma mér á óvart,“ sagði hún.

Eins og fyrr segir vantaði Ölbu reiðhjól og ákvað að auglýsa eftir því á samfélagsmiðlum.

„Í ár vorum við ekki með bíl þannig að það var erfitt að komast í búðina og í vinnuna sem var sex kílómetrum í burtu, það var frekar leiðinlegt,“ sagði Alba. „Svo við hugsuðum: Prófum að auglýsa á Facebook grúbbu og athuga hvort að einhver vilji selja okkur ódýr reiðhjól eða lána okkur í sumar. Á innan við einum sólarhring vorum við búin að fá tvö skilaboð.“

Ætti ekki að koma á óvart

Kom þessi gestrisni þeim gríðarlega á óvart. En þeim var sagt að þau mættu koma inn í garðinn þar sem hjólin voru og nota þau.

„Það var ekki einu sinni að fólkið vildi hitta okkur til að afhenda þau. Nei nei, komið bara og náið í þau,“ sagði hún og skildi eftir þakkarmiða til eigendanna. „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt, bjuggu ekki einu sinni í sama bæ, við erum útlendingar og ég held að svona hefði aldrei gerst á Spáni. Þetta kom mér á óvart en ætti kannski ekki að koma mér á óvart því ef þú átt hjól sem þú ert ekki að nota er ábyggilega alveg eins gott að lána þau.“

Væri búið að stela þeim á Spáni

Í athugasemdum við færsluna tekur fólk undir með þeim. Það er Spánverjar sem taka undir þennan samanburð.

„Ef þetta hefði verið á Spáni þá væru ekki nein hjól til að lána því það væri búið að stela þeim fyrir löngu síðan,“ segir einn netverji.

Annar spyr hvort Alba og Pau hefðu skilað hjólunum aftur. Svarar hún því játandi, en þau hefðu fengið hjólin lánuð allt sumarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“