fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Áfangasigur Assange sem fær að áfrýja framsali

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. maí 2024 12:47

Julian Assange. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange, er heimilt að áfrýja framsali sínu til Bandaríkjanna. Þessu komst Hæstiréttur Bretlands að í dag.

Áður hafði verið fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna sem vilja ólm draga Assange fyrir dóm fyrir meintar njósnir og fyrir að hafa lekið hernaðarleyndarmálum. Málið er talið af pólitískum toga og hafa stuðningsmenn Assange bent á að bandarísk yfirvöld freisti þess að svipta blaðamanninn þeirri vernd sem fjölmiðlar njóta að lögum með því að mála hann upp sem netglæpamann og njósnara, fremur en rannsóknarblaðamann. Eins er Assange sakaður um að hafa stofnað lífi leyniþjónustumanna í hættu með því að fela ekki nöfn þeirra í þeim gögnum sem hann birt.

Bandaríkin hafa lofað því að blaðamaðurinn fái réttláta málsmeðferð þar í landi. Með áfrýjunarleyfi getur Assange krufið þetta loforð niður til að varpa á ljósi hvort að raunverulega sé tryggt að hann muni njóta sannmælis og að tjáningarfrelsi hans verði virt.

Lögmenn blaðamannsins féllust í faðma þegar niðurstaðan var kynnt í dag, en og stuðningsmenn ráku up gleðihróp.

Nú mun Assange fá næstu mánuði til að undirbúa áfrýjun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Í gær

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“