fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Great Place To Work hefur gefið út nýjan topplista yfir frábæra vinnustaði á Íslandi, bæði meðal stórra og lítilla fyrirtækja. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár.  CCP er í efsta sæti yfir stór fyrirtæki hjá GPTW, AÞ Þrif er í öðru sæti og í því þriðja er DHL. Smitten er í efsta sæti yfir lítil fyrirtæki, Kolibri er í öðru sæti og Sahara í því þriðja, eins og kemur fram í tilkynningu.

,,Ég er mjög ánægð með hvernig Great Place To Work hefur verið að festa sig í sessi hér á landi. Sumir viðskiptavina okkar eru á öðru, þriðja eða jafnvel fjórða ári í samstarfi með okkur og það er dásamlegt að fræðast um hvernig þeir nota gögnin úr könnunarniðurstöðum sínum til að bæta vinnustaðinn fyrir starfsfólkið sitt,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri Great Place to Work á Íslandi. Fyrirtækið veit­ir ít­ar­lega inn­sýn byggða á gögn­um úr svör­um starfs­fólks­ fyrirtækja sem sýna á hvaða sviðum er verið að gera góða hluti og hvar er þörf á að bæta úr.

,,Það sem við bjóðum upp á er meira en bara merki, það er sértæk innsýn í fyrirtæki sem sýnir nákvæmlega hvernig á að hafa sem mest áhrif á líðan starfsmanna þess. Það sem viðskiptavinir okkar hafa deilt með okkur er ávinningurinn af því að fylgjast með framförum sínum ár eftir ár og árangurinn sem þeir hafa séð hjá sínu fólki í kjölfarið, eins og auknar ráðningar, meiri skuldbindingu og meira stolt af vinnustað sínum. Að gera vinnustaðamenninguna að mikilvægum hluta af vörumerki fyrirtækis er eitthvað sem vottun okkar hjálpar til við og aðgreinir mannauð sem mikilvægan þátt í vexti þess. Við eigum enn meira í vændum fyrir árið 2024 og inn í 2025 líka. Framtíðin er björt fyrir Great Place To Work á Íslandi og ótrúlega viðskiptavini okkar,“ segir Ingibjörg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum