fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Víðir segir að rafmagnið og kalda vatnið séu líka í hættu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 12:42

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, sviðsstjóri hjá Almannavörnum, segir að rafmagns- og kaldavatnslagnir séu líka í hættu á að verða undir hrauni.

Stofnlögn sem flytur heitt vatn til Reykjanesbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga fór í sundur nú í hádeginu.

Víðir var í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu þar sem hann sagði fleiri innviði í hættu en heita vatnið. Fjallað er um þetta á Vísi.

„Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi,“ sagði hann í fréttum Stöðvar 2.

Hann segir að viðbúið sé að heitavatnslaust verði á Suðurnesjum í einhverja daga.

Uppfært:

Eftirfarandi SMS skilaboð voru að berast til íbúa Suðurnesja frá Almannavörnum

„Almannavarnir biðla til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt er að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Fylgjast með fréttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins