Stofnlögn sem flytur heitt vatn til Reykjanesbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga fór í sundur nú í hádeginu.
Víðir var í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu þar sem hann sagði fleiri innviði í hættu en heita vatnið. Fjallað er um þetta á Vísi.
„Já, Það er háspennulínan sem flytur rafmagn frá orkuverinu í Svartsengi. Það eru líka kaldavatnslagnir þarna sem hraun mun renna yfir en þær eru á talsverðu dýpi og við vonumst til að þær haldi,“ sagði hann í fréttum Stöðvar 2.
Hann segir að viðbúið sé að heitavatnslaust verði á Suðurnesjum í einhverja daga.
Eftirfarandi SMS skilaboð voru að berast til íbúa Suðurnesja frá Almannavörnum
„Almannavarnir biðla til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt er að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Fylgjast með fréttum.“