fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Fyrrverandi starfsmaður Pizzunnar í Hverafold framdi vopnað rán á staðnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 15:40

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi þann 1. febrúar mann fyrir vopnað rán á veitingastaðnum Pizzunni að Hverafold 1-3 í Reykjavík.

Maðurinn fór inn á veitingastaðinn, grímuklæddur og vopnaður hnífi, í þeim tilgangi að komast yfir fjármuni staðarins með ógnunum, eins og það er orðað í ákæru. Hann fór bak við afgreiðsluborð, opnaði kassann og tók með sér reiðufé að upphæð 18.000 krónur.

Hann ógnaði starfsfólki staðarins með hnífnum en fram kemur í ákæru að hann var kunnugur staðnum þar sem hann var fyrrverandi starfsmaður þar. Hann sagði við starfsfólkið að hann yrði að gera þetta. Fyrrverandi vinnufélagið mannsins, stúlka sem var á vakt, reyndi að ná taki á manninum en hann brást við með því að ógna henni og sveifla að henni hnífnum.

Atvikið átti sér stað í nóvember árið 2021 en brotamaðurinn var þá tvítugur að aldri. Hann játaði brot sitt skýlaust en fram kemur í dómnum að hann leitaði sér aðstoðar eftir atvikið og fór í meðferð við fíkn sinni, fyrst á Íslandi og síðan erlendis. Sagði hann fyrir dómi að hann væri í vinnu og laus við lyfin. Sagðist hann vilja axla ábyrgð á verknaðinum sem hann iðraðist mjög. Einnig kom fram að peningarnir sem hann stal komust aftur í réttar hendur.

Þetta var virt honum til refsilækkunar og einnig það að hann hefur ekki áður gerst sekur um ofbeldisfullt brot. Var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“