fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Eins manns fundur í Vestmannaeyjum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélög á Íslandi birta flest fundargerðir funda sveitarstjórna og ráða og nefnda á vegum viðkomandi sveitarfélags á heimasíðum sínum. Einnig eru birtar fundargerðir svokallaðra afgreiðslufunda skipulags- eða byggingarfulltrúa sveitarfélaganna. Merking orðsins fundur felur óneitanlega í sér að þar koma fleiri einstaklingar en einn saman og ætti það við fyrstu sýn að eiga við um áðurnefnda fundi á vegum sveitarfélaga landsins. Hins vegar átti sér það stað síðastliðinn föstudag í Vestmannaeyjabæ, samkvæmt fundargerð sem aðgengileg er á heimasíðu bæjarins, að aðeins einn einstaklingur sat slíkan fund.

Þar var um að ræða afgreiðslufund skipulagsfulltrúa bæjarins. Á afgreiðslufundum skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa eru ekki síst tekin fyrir erindi frá íbúum bæjarins t.d. hvað varðar umsóknir um byggingarleyfi eða lóðir.

Miðað við fyrri fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Vestmannaeyjabæjar hafa þar aðallega verið tekin fyrir umsóknir um lóðir og breytingar á deiliskipulagi sem áður hafa verið til afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsráði bæjarins.

Á fundinum síðastliðinn föstudag var skipulagsfulltrúi bæjarins, sem raunar er kona, ein viðstödd. Sú hefur einnig verið raunin á hluta fyrri afgreiðslufunda.

Eins og áður segir er orðið fundur yfirleitt skilgreint þannig að þar sé komin saman hópur fólks til að taka tiltekin viðfangsefni fyrir og komast jafnvel að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Slíkt er ekki markmið afgreiðslufunda heldur einkum að taka fyrir erindi og umsóknir til samþykktar eða synjunar en samt sem áður hlýtur það að teljast eilítið óvenjulegt að það sé kallað fundur þegar einn aðili er viðstaddur og rituð sé fundargerð. Gera má hins vegar ráð fyrir að með þessu sé Vestmannaeyjabær einfaldlega að fara að lögum og reglum um afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót

Vendingar í stóra skákborðsmálinu – Páli í Pólaris gert að greiða hálfa milljón í viðbót
Fréttir
Í gær

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“

Er þétta lélegasti svikapóstur undanfarinna missera? – „Þú ert undirorpinn ýmsum lagalegum málsmeðferðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld