fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Rússnesk olía streymir til Evrópu og fóðrar stríðsvél Pútíns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 22:00

Olíuflutningaskip frá Norður-Kóreu við bryggju í Rússlandi. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæp þrjú ár síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Í kjölfarið settu Vesturlönd viðskiptabann á Rússland og beittu landið efnahagsþvingunum. En refsiaðgerðir Vesturlanda eru jafn hriplekar og sigti og mikið magn rússneskrar olíu streymir til Evrópu eftir ákveðnum hjáleiðum.

Það er óhætt að segja að refsiaðgerðir Vesturlanda gegn rússneska orkuiðnaðinum hafi klikkað því hvítþvegin rússnesk olía streymir til Evrópu í gegnum Indland.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá hugveitunni Center for the Study of Democracy. Þar kemur fram að Indverjar nýti sér gloppur í refsiaðgerðunum og nú séu Indverjar stærstu kaupendur rússneskrar olíu. Á fyrstu átta mánuðum ársins keyptu þeir rússneska olíu fyrir 27 milljarða evra en það er 13% meira en á sama tíma 2023.

Ekki nóg með það, því Evrópubúar greiða hærra verð fyrir olíuna frá þremur stærstu indversku olíuhreinsistöðvunum nú en á síðasta ári.

Indland hefur tekið stöðu Sádi-Arabíu sem stærsti seljandi eldsneytis til Evrópu. Það sem af er ári hefur ESB flutt 13% af dísilolíu sinni og flugvélaeldsneyti frá Indlandi.

Á fyrstu þremur ársfjórðungum 2024 jukust kaup ESB á olíuvörum frá þremur stærstu olíuhreinsistöðvunum um 58%. Það er þó ekki hægt að slá því föstu hversu mikið af „indversku olíunni“ er frá Rússlandi.

Hugveitan segir að ESB verði að banna innflutning á olíuvörum frá olíuhreinsistöðvum í þriðju ríkum á borð við Indland, Tyrkland og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin því þær kaup rússneska olíu og selji til ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú