fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Pútín hefur sjálfur yfirumsjón með nauðungarflutningum úkraínskra barna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 07:00

Pútín er sagður ætla að herða stríðsreksturinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins og mannréttindastofnunar Yale háskólans kemur fram að svo virðist sem Vladímír Pútín og aðrir háttsettir valdamenn í Kreml standi á bak við nauðungarflutninga á úkraínskum börnum til Rússlands og „enduruppeldi“ þeirra.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) skýrir frá þessu. Fram kemur að minnst 314 börn frá hernumdu svæðunum í Donetsk og Luhans hafi verið flutt nauðug til Rússlands.

Í skýrslunni er því slegið föstu að Pútín hafi sjálfur yfirumsjón með þessu og að Maria Lvova-Belova, ráðherra málefna barna, sjái um framkvæmdina fyrir hans hönd.

Börnin eru oft sögð vera munaðarlaus eða þá að foreldrar þeirra hafi yfirgefið þau. Þeim er komið fyrir hjá rússneskum fósturfjölskyldum og „enduruppalin“ út frá þjóðernissinnaðri rússneskri hugsun. Markmiðið er að eyða öllu úkraínsku úr fari þeirra.

Börnin eru flutt með herflugvélum og öðrum flugvélum á vegum Pútíns. Talið er að mun fleiri börn en 314 hafi verið nauðungarflutt til Rússlands.

Nauðungarflutningar á börnum eru skilgreindir sem þjóðarmorð í Genfarsáttmálanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu