fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. nóvember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það geng­ur margt á í kosn­inga­bar­áttu á hverj­um tíma – flest af því mál­efna­legt, annað fyndið og skemmti­legt en svo fell­ur sumt í flokk tragíkómíkur. Tvö nýleg dæmi koma upp í hugann,” segir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skýtur hann á Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, vegna myndbands sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á samfélagsmiðlum fyrir helgi þar sem Bjarni sást skera út grasker í gróðurhúsi í Garðabænum.

„Ef menn héldu út til enda þá snéri hann grasker­inu við og þar stóð „Vinstri stjórn“ sem var að sögn for­manns­ins það hræðileg­asta sem gæti komið fyr­ir ís­lenska þjóð,“ segir Bergþór sem bætir við að þessu sé hann sammála.

„En gall­inn er hins veg­ar sá að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins bauð ís­lensku þjóðinni sjálf­ur upp á vinstri­stjórn síðastliðin sjö ár og tók svo við stjórn­artaum­un­um í þeirri sömu vinstri­stjórn und­ir lok­in. Afrakst­ur þess­ara sjö ára af vinstri­stjórn í boði Sjálf­stæðis­flokks­ins er auðvitað öll­um kunn­ur – orku­skort­ur, óstjórn í út­lend­inga­mál­um, útþanið rík­is­bákn og óráðsía í rík­is­fjár­mál­um sem skil­ar í dag háum vöxt­um og lang­vinnri verðbólgu,“ segir Bergþór og heldur áfram:

„En svo til að taka af all­an vafa um fót­festu­leysið skelltu þeir loft­menni á þak Val­hall­ar sem dans­ar um eins og lauf í vindi – svo­lítið eins og þing­flokk­ur­inn á köfl­um síðustu ár.“

Bergþór nefnir svo annað dæmi af Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem „hefur setið í sömu vinstristjórn“ og Bjarni síðastliðin sjö ár.

„Hann ákvað á dög­un­um að gagn­rýna eigið ráðal­eysi við stjórn lands­ins hvað varðar aðlög­un þeirra sem hingað flytj­ast frá öðrum lönd­um. Hann var reynd­ar ekki bú­inn að læra nýju fras­ana frá aug­lýs­inga­stof­unni utan að og las þá því upp af snjallsím­an­um sín­um í beinni,“ segir hann.

„Formaður­inn sagði að ef út­lend­inga­vandi væri yfir höfuð til staðar, þá fæl­ist hann í því að okk­ur hefði meðal ann­ars ekki tek­ist að kenna þeim sem hingað koma ís­lensku. Þarna gleymdi hann, eða aug­lýs­inga­stof­an, ef­laust að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur haldið á mennta­mál­um í meg­in­at­riðum á líf­tíma vinstri­stjórn­ar­inn­ar síðustu sjö ár.“

Bergþór segir að þetta hafi minnt hann á á strút­inn sem sting­ur höfðinu í sand­inn þegar vandi eða hætta steðjar að.

„Verra er ef strút­ur­inn reyn­ir að sann­færa fólk um að þetta sé samt allt að koma – þegar ekk­ert bend­ir til að svo sé und­ir hans stjórn,“ segir hann og endar grein sína á þessum orðum:

„En það er kom­inn tími til að leggja tragíkómíkinni, beita skyn­sem­inni og ná ár­angri fyr­ir Ísland. Miðflokk­ur­inn ger­ir það sem hann seg­ist ætla að gera og ár­ang­ur okk­ar fólks þegar tæki­færi gafst er öll­um ljós. Við sting­um ekki hausn­um í sand­inn held­ur horf­umst í augu við rót hvers vanda og ráðumst að hon­um með skyn­sem­ina að vopni. Virkj­um, byggj­um, stjórn­um landa­mær­un­um og lækk­um skatta. Þetta er ekki flókið, með Miðflokkn­um. Áfram Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“