En Leon Panetta, fyrrum varnarmálaráðherra og forstjóri leyniþjónustunnar CIA, hefur áhyggjur af vinskap Trump og Pútíns. „Ég held að Donald Trump sé að mörgu leyti barnalegur í tengslum við hver Pútín er í raun og veru,“ sagði Panetta nýlega í „One Decision“ hlaðvarpinu þar sem hann er einn hlaðvarpsstjórnenda.
„Pútín veit hvernig á að eiga við heimildarmenn og hann er með heimildarmann sem er mjög nærri toppnum í heimalandi sínu. Pútín sér sjálfur um samskiptin við þennan heimildarmann. Það er það sem er meginatriðið í þessu, Pútín er orðinn heimildarmaður Pútíns og einhver sem getur hjálpað honum við það sem hann vill gera,“ sagði Panetta.
Steven Cheung, talsmaður forsetaframboðs Trump, sagði í samtali við The Telegraph að það sé ekki rétt að Trump ræði reglulega við Pútín.
En Panetta hefur áhyggjur af sambandi þeirra félaganna og segir að það veki upp efasemdir um hollustu Trump við Bandaríkin.