fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Loksins lækka vextirnir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. október 2024 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka  vexti bankans um 0,25 prósent. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 9%.

Í tilkynningu frá peningastefnunefnd bankans er bent á að verðbólga hefur hjaðnað undanfarið og mældist 5,4% í september. „Þótt ákveðnir einskiptisliðir vegi þungt hefur dregið úr umfangi og tíðni verðhækkana. Undirliggjandi verðbólga hefur jafnframt minnkað og verðbólguálag á skuldabréfamarkaði lækkað,“ segir í tilkynningunni.

Ennfremur segir:

„Áfram virðist hægja á efnahagsumsvifum í takt við aukið peningalegt taumhald. Þá eru vísbendingar um að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og svartsýni heimila og fyrirtækja hefur aukist.

Þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalla þó á varkárni. Áfram þarf því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma.

Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Vextir verða sem hér segir:

  1. Daglán 10,75%
    2. Lán gegn veði til 7 daga 9,75%
    3. Innlán bundin í 7 daga 9,0%
    4. Viðskiptareikningar 8,75%
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Í gær

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin

Birtir sláandi dæmi um hvernig venjulegur fjölskyldubíll gæti hækkað í verði um áramótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“