fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cohen, aðstoðarforstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segir að mennirnir sem ætluðu að ráðast á tónleikagesti Taylor Swift í Vínarborg í Austurríki fyrr í þessum mánuði hafi ætlað sér að drepa „mörg þúsund“ manns.

Cohen segir að CIA hafi átt sinn þátt í að koma í veg fyrir árásina og upplýst austurrísk stjórnvöld um fjóra einstaklinga sem voru að undirbúa hryðjuverk. Mennirnir voru handteknir en þeir eru taldir tengjast ISIS-hryðjuverkasamtökunum.

David Cohen hélt erindi á ráðstefnu um þjóðaröryggi í Maryland í gær þar sem hann fór yfir málið. „Þeir ætluðu sér að drepa tugþúsundir, þar á meðal marga Bandaríkjamenn,“ sagði hann og bætti við að efni til sprengjugerðar hafi fundist í fórum hinna handteknu. Þá hefðu einhverjir þeirra haft beinan aðgang að leikvanginum.

Taylor Swift átti að halda þrenna tónleika á Ernst Happel-leikvangnum í Vínarborg frá 8. til 10. ágúst sem 200 þúsund manns höfðu tryggt sér miða á. Tónleikunum var aflýst eftir handtökurnar.

Austurrísk yfirvöld handtóku tvo einstaklinga þann 7. ágúst síðastliðinn og fleiri handtökur fóru svo fram dagana á eftir. Cohen vildi ekki fara nánar út í það hvernig CIA fékk upplýsingar um yfirvofandi árás.

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal hinn 19 ára gamli Beran A sem hafði lýst yfir stuðningi við ISIS. Hann er talinn vera höfuðpaurinn í málinu. Hinir tveir eru 17 og 18 ára, annar þeirra fæddur í Austurríki en hinn í Írak. Efni til sprengjugerðar fannst í kofa í garði við heimili foreldra Berans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri