Forbes Ukraine skýrir frá þessu og hefur eftir Budanov að reynslan úr stríðum sýni að möguleikar stríðsaðila til að sækja fram varir ekki lengur en í tvo mánuði, nú hafi sókn Rússa staðið yfir í tæpa þrjá mánuði og því verði breytingar á.
Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War veitti þessum ummælum Budanov athygli og sagði í kjölfarið í greiningu um gang stríðsins að ummælin passi við það sem hugveitan hefur sagt.
Segir hugveitan að þótt rússneskar hersveitir sæki nú fram að bænum Pokrosvk þá muni þær lenda í vanda þegar þær koma að þéttari byggði austan við bæinn. Auk þessi hafi Rússar dreift hermönnum og hergögnum yfir stórt svæði, sérstaklega í Donetsk.