fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Leiðindaveður skellur á í kvöld víða um land

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 17:18

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur sent frá sér tilkynningu vegna þess veðurs sem væntanlegt er að skelli á landinu í kvöld og nótt og stendur, á sumum svæðum, í um sólarhring.

Í tilkynningunni segir að djúp lægð nálgist landið með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land næsta sólarhringinn.

Það gangi í norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu frá Öræfum og vestur undir Eyjafjöll. Talsverð eða mikil rigning fylgi lægðinni á Suðausturlandi og Austfjörðum og megi búast við miklu vatnsveðri þar um slóðir næsta sólarhringinn. Einnig verði mikil úrkoma á norðanverðum Ströndum á morgun. Auknar líkur sé vatnavöxtum og skriðuföllum á þessum svæðum.

Mikilvægt sé fyrir ferða- og útivistarfólk að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörunum.

Það lægi sunnan- og austanlands í fyrramálið, en að sama skapi gangi í norðaustan hvassviðri norðvestantil, sem geti reynst varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Það dragi úr úrkomu sunnan- og austanlands annað kvöld, en ekki á Ströndum fyrr enn aðra nótt.

Í Vestmannaeyjum sé mikil óvissa í veðurspánum fyrir kvöldið enda eigi mjög afmarkaður úrkomubakki að myndast nálægt eyjunni sem gæti skilað mikilli úrkomu á skömmum tíma ef svo hitti á, en líklega megi reikna með talsverðri rigningu um tíma í kvöld. Á sama tíma geti dregið úr vindi um stund, en um hálfgert svikalogn sé að ræða því von sé á austan hvassviðri í nótt sem gæti valdið fólki í tjöldum vandræðum. Það lægi síðan snemma í fyrramálið, en það verði áfram dálítil bleyta allan daginn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld