fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Pósturinn varar við svikapóstum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 26. júlí 2024 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netþrjótar hafa herjað á landsmenn sem aldrei fyrr undanfarnar vikur. Viðskiptavinir Póstsins hafa ekki farið varhluta af því. Jökull Jóhannsson, tæknirekstrarstjóri hjá Póstinum, segir ástæðu til að vara fólk við.

„Margir eru orðnir ansi lunknir við að bera kennsl á svikapósta en oft þarf að rýna í þá til að átta sig á hvers kyns er,“ segir Jökull og bendir fólki á að skrá sig á Mínar síður á posturinn.is. „Þar má sjá yfirlit yfir allar sendingar og hægt að fullvissa sig um hvort raunverulega sé von á sendingu eða ekki.“ 

Nafn Póstsins hefur ítrekað verið misnotað af svikahröppunum og segir hann mikilvægast að smella aldrei á hlekki í slíkum póstum. „Allar greiðslur til Póstsins fara í gegnum Mínar síður eða appið svo viðskiptavinir okkar eru aldrei beðnir um að smella á einhverja vefslóð í tölvupósti eða SMS-skilaboðum til að borga,” segir Jökull. Hann bætir við að besta leiðin til átta sig á því hvort um sé að ræða svikapóst eða ekki sé að skoða netfangið sem pósturinn er sendur úr. „Tölvupóstur sem kemur frá Póstinum hefur alltaf endinguna @postur.is eða @posturinn.is.“

En hvað á fólk að gera ef það hefur slysast til að smella á hlekk í svikapósti? „Við mælum með að fólk hafi strax samband við viðskiptabankann sinn og svo væri gott ef viðkomandi myndi áframsenda svikapóstinn á oryggi@posturinn.is því þannig getum við reynt að sporna gegn netveiðum af þessu tagi,“ segir Jökull.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku