fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Ofboðið þegar hann ætlaði að kaupa gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli – „Við Íslendingar elskum að láta okra á okkur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kostar að nota gjaldeyrisþjónustuna á Keflavíkurflugvelli. Þessu komst blaðamaðurinn og skáldið Þorvaldur Sigurbjörn Helgason að í dag á leið sinni til Ítalíu. Hann segir í samtali við Samstöðina að Íslendingar elski að láta okra á sér.

Þorvaldur gleymdi að fjárfesta í gjaldeyri áður en hann hélt upp á flugvöll. Hann ákvað því að nýta sér gjaldeyrisþjónustuna sem er í boði á flugvellinum og skipti við gjaldeyrishraðbankann Euronet sem er rekinn af fyrirtækinu Change Group.

Honum ofbauð þó þegar hann sá hvað það kostaði hann að nýta þessa þjónustu. Hann ætlaði að taka út 400 evrur og fyrir það átti að ruka hann um 65.281 kr. Þetta var 5.321 krónum dýrara en gengið sem var gefið upp hjá Landsbankanum.

„Ég ætlaði fyrst að kaupa af gjaldkera Euronet til að forvitnast um gengið en þá vildi hún rukka mig 1000 króna þjónustugjald aukalega fyrir ómakið,“ sagði Þorvaldur við Samstöðina og bætti við: „Það er eins með þessa þjónustu og aðra hér í þessu landi að við Íslendingar elskum að láta okra á okkur.“ .

Eins og DV greindi frá í apríl hafði Isavia samið við Change Group í nóvember í kjölfarið útboðs. Fyrirtækið tók við fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli í byrjun febrúar og hóf þá rekstur hraðbanka og stöðva fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts á flugvellinum. Töf varð þó á því að fyrirtækið byrjaði með rekstur gjaldeyrisskiptastöðva og var það vegna þess að Change Group hafði ekki öðlast tilskilin leyfi frá Seðlabanka Íslands til að reka þessa starfsemi hér á landi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“