fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Egill Helga er hryggur og syrgir örlög vina sinna – „Eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst á ævinni“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. júlí 2024 12:02

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er hryggur í dag. Hryggur því á morgun verða vinir hans, Tomasso og Analis, send aftur til Venesúela. Þau komu til Íslands fyrir tveimur árum og dreymdi um að fá hér atvinnuleyfi. En allt kom fyrir ekki og nu þurfa þau að fara aftur til síns heimalands þar sem allt er í „rjúkandi rúst“.

Egill skrifar um þessa vini sína á Facebook þar sem hann lýsir því hvernig þau hafi alltaf verið boðin og búin til að hjálpa öðrum án þess að vilja nokkuð í staðinn. Um sé að ræða hæfileikaríkt og góðhjartað fólk sem verður saknað.

„Ég er hryggur. Á morgun verða vinir okkar Tomasso og Analis send úr landi. Þau komu hingað fyrir næstum tveimur árum, hafa beðið eftir svari um landvist síðan þá. Þau hafa þráð að fá atvinnuleyfi – en þeim eru í raun allar bjargir bannaðar. Og á morgun þurfa þau að fara aftur í sitt hræðilega heimaland, Venesúela, þar sem allt er í rjúkandi rúst – glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað.

Tomasso og Analis eru eitthvert besta fólk sem ég hef kynnst á ævinni. Þau eru hjálpsöm, óeigingjörn, harðdugleg – þau hafa hjálpað okkur við ýmsa hluti, sérstaklega þegar við stóðum í flutningum – og aldrei vildu þau fá neitt í staðinn. Voru alltaf að passa upp á okkar hag. Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt – og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni – við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart. Tomasso er hugbúnaðarfræðingur en getur líka gert við bíla og alla mögulega hluti. Analis gefur honum lítið eftir í fjölhæfninni, en hún er líka meistarakokkur.

Það er sárt og óréttlátt að við séum að hrekja burt svona gott fólk. Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti. Viljum leggja mikið á okkur til að það sé hægt. Bæði hafa fest ást á Íslandi, ferðast um landið – og þola kuldann vel. Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim – og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum