fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Gagnrýnir Jón Gnarr fyrir ummæli um útlendingamál – „Von­andi eru lands­menn al­mennt ekki svo skyni skroppn­ir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kappræðum forsetaframbjóðenda á dögunum fór frambjóðandinn Jón Gnarr hörðum orðum um þau vinnubrögð fjölmiðla að tilgreina þjóðerni sakborninga í fréttum um afbrot. Þessu viðhorfi er Örn Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnurekandi, hjartanlega ósammála. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag fer hann hörðum orðum um afstöðu Jóns Gnarr.

„Í kapp­ræðum for­setafram­bjóðend­anna á RÚV 3. maí sl. skammaðist þjóðþekkt­ur fram­bjóðandi út í fjöl­miðla fyr­ir það að í frétt­um um glæpi í sam­fé­lag­inu kæmi stund­um fram þjóðerni gerenda. Sagði hann að þetta kæmi mál­inu ekk­ert við og skipti engu máli. Ekki lét hann þar við sitja held­ur full­yrti enn frem­ur að sam­fé­lag okk­ar hefði stór­batnað frá því áður en farið var að hrúga út­lend­ing­um inn í landið í stór­um stíl. Það er eng­um blöðum um það að fletta að sam­fé­lagi okk­ar hef­ur hnignað stór­lega und­an­far­in ár og leyfi ég mér að full­yrða að sú hnign­un sé að stór­um hluta vegna link­ind­ar stjórn­valda í út­lend­inga­mál­um,“ segir Örn í grein sinni.

Hann segir að vissulega komi fjöldi heiðarlegra útlendinga hingað til lands en engu að síður sé of stórt hlutfall þeirra sem sækist eftir búsetu hér til vandræða:

„Það er at­hygl­is­vert, í ljósi þess að út­lend­ing­ar eru u.þ.b. 20% þeirra sem hér búa, að 80% fanga í fang­els­um lands­ins eru út­lend­ing­ar. Þá má sjá við lest­ur Lög­birt­inga­blaðsins að um sama hlut­fall er að ræða þegar gluggað er í ákær­ur og fyr­ir­köll. Þá er í þeim til­vik­um sem ég þekki til þegar kem­ur að þeim sem eru nappaðir við hnupl úr versl­un­um og inn­brot­um, t.d. á bygg­ing­ar­stöðum, þar sem um er að ræða dýr­ari varn­ing sem vænt­an­lega á að flytja úr landi, um að ræða út­lend­inga í mikl­um meiri­hluta. Auðvitað er mik­ill fjöldi þeirra sem hingað koma heiðarlegt fólk en það breyt­ir því ekki að hér er ekki tekið af hörku á þeim sem hingað koma til þess eins að leggj­ast á sam­fé­lagið. Fólki sem hingað flyst í því augnamiði að brjóta af sér eða leggj­ast á kerfið á að vísa um­svifa­laust úr landi. Tóm­læti stjórn­valda sem hér um ræðir veld­ur svo al­mennri út­lend­inga­andúð.“

Eigi ekkert erindi á Bessastaði

„Sá fram­bjóðandi sem tal­ar af al­vöru um að það komi ekki mál­inu við af hvaða þjóðerni skúrk­arn­ir eru á ekk­ert er­indi á Bessastaði að mínu mati,“ segir Örn ennfremur.

Segir hann að nóg sé af innlendum skúrkum þó að þeir séu ekki fluttir sérstaklega inn í landið. „Von­andi eru lands­menn al­mennt ekki svo skyni skroppn­ir að velja til setu á Bessa­stöðum næsta kjör­tíma­bil mann sem læt­ur sér fátt finn­ast um að verið sé að rústa sam­fé­lagi okk­ar með kerf­is­bundn­um hætti,“ segir hann og sparar ekki gagnrýnisorðin í garð forsetaframbjóðandans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“