Laust fyrir kl. 3 í nótt fékk lögregla tilkynningu um mann á skemmtistað í miðborginni sem ógnaði dyraverði með hnífi. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að afvopna manninn. Var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Samkvæmt dagbókinni gerðist fátt annað fréttnæmt í störfum lögreglu í nótt fyrir utan að tveir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.