fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Svona lítur hækkun húsnæðisverðs raunverulega út – 107 m.kr hækkun á fjórum árum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. mars 2024 20:00

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteigna- og leiguverð hefur hækkað mikið á síðustu fimm árunum. Þessi raunveruleiki birtist skýrt hjá fasteignavefnum Fastinn. Þar er hægt að sjá yfirlit yfir þinglýsta kaup- og leigusamninga sem og samantekt yfir fasteignaauglýsingar.

Blaðamaður tók saman nokkur dæmi um hvað eignir sem auglýstar eru til sölu í dag hafa hækkað mikið í verði á fáeinum árum.

Úr 118 m.kr yfir í 225 m.kr. á fjórum árum

Lítil tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í Furuhlíð í Kópavogi var nýleg auglýst til sölu og var ásett verð 49,9 m.kr. Íbúðin er um 56 fermetrar að stærð. Sama íbúð var auglýst árið 2019 og var þá ásett verð 31,9 m.kr.

Annað dæmi er í miðborginni. Við Karlagötu er til sölu þriggja herbergja íbúð sem er tæplega 80 fermetrar, en tími er kominn á viðhald utanhúss. Ásett verð er 59,5 m.kr.  Sama eign var auglýst árið 2021 og var ásett verð þá 39,9 m.kr.

Næst horfum við til Hafnarfjarðar. Þar er til sölu 3-4 herbergja íbúð við Álfholt en eignin er tæpir 94 fermetrar. Ásett verð er 59,9 m.kr. Sama eign var til sölu árið 2021 og var ásett verð þá 41,9 m.kr.

Íbúð í raðhúsi við Drangaskarð afhentist án gólfefna til allra fyrstu eigenda árið 2019 en auglýst verð var 51,9 m.kr. Skráð stærð er 117,5 fermetrar. Sama eign er nú í sölu á 84,9 m.kr.

Einbýlishús við Þrastarlund í Garðabæ var auglýst árið 2021 á 149 m.kr. og er í dag auglýst á 179,9 m.kr.

Einbýlishús við Eikarlund á Akureyri var árið 2017 auglýst á 82,9 m.kr. en í dag er það auglýst á 169,9 m.kr.

Við Aflakór í Kópavogi er einbýli nú til sölu á 234,9 m.kr. Sama einbýli var auglýst árið 2022 á 220 m.kr og árið 2016 á 99,5 m.kr.

Einbýli við Krókamýri var árið 2020 auglýst á 118 m.kr. en er í dag auglýst á 225 m.kr.

Ofangreind dæmi sýna skýrt hvað húsnæðisverð hefur hækkað ört og mikið. Þó svo hægt hafi á undanfarið þá er nú að myndast þrýstingur á verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu út af stöðu Grindvíkinga.

200 þúsund fyrir 30 fermetra

Af nýjustu þinglýstu leigusamningunum má fá hugmynd um leiguverð. Til dæmis er leigjandi við Bárugötu í Reykjavík að greiða 200 þúsund krónur á mánuði fyrir 30 fermetra íbúð.

Formaður leigjendafélagsins hefur kallað eftir regluvæðingu á leigumarkaði. Leiguverð sé komið í hæstu hæðir og fyrirhugaðar hækkanir stjórnvalda á húsnæðisbótum eigi eftir að keyra leiguverð enn meira upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“