fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Eldgos er hafið

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. mars 2024 20:28

Eldgosið frá Njarðvík/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í frétt mbl.is og í ábendingum frá íbúum á Reykjanesi.

Á vefmyndavélinni livefromiceland má sjá að gossprungan er strax orðin verulega löng.

Eldgosið er milli Hagafells og Stóra Skógfells og hófst eftir skammvinna skjálftavirkni í kvöld, að sögn RÚV. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er gosið fremur nær Stóra-Skógfelli á svipuðum stað og gosið 8. febrúar.

Einmitt þegar eldgosið var að hefjast barst tilkynning frá Veðurstofu um að jarðskjálftavirkni við Sundhnúkagígaröðina væri að aukast verulega og Veðurstofa Íslands komin í viðbragðsstöðu, en það gæti bent til þess að kvikuhlaup væri að hefjast og auknar líkur séu á eldgosi. Aðeins 11 mínútum seinna sendi Veðurstofan staðfestingu á að gos væri hafið.

Fyrirvarinn var mjög stuttur að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvásérfræðings Veðurstofunnar, en hann sagði í samtali við Vísi að of snemmt sé að segja til um hvort hér sé á ferðinni stórt gos. Gossprungan sé þó að opnast hratt og verði líklega mjög löng eins og í fyrri gosum.

Búið er að lýsa yfir neyðarstigi hjá Almannavörnum og er þyrla landhelgisgæslunnar á leið í loftið. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir hjá Almannavörnum í samtali við Vísi. Síðustu nætur hafi verið gist í 5-10 húsum í Grindavík auk þess sem fólk hafi verið á Svartsengissvæðinu og í Bláa Lóninu. Rýming gengur vel og töluvert af bílum eru nú að aka Grindavíkurveginn.

Uppfært:20:58-Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar berst gosmökkurinn til norðvestur. Fyrsta staðsetning byggi á radargögnum og má sjá miðju gossprungunnar á kortinu hér að neðan sem rauðan punkt.

Sjá má bjarmann frá gosinu á höfuðborgarsvæðinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Eldgosið frá Hafnarfirði
Frá Njarðvík

 

Skömmu síðar var himininn orðinn rauður
Ef vel er að gáð má sjá eldgosið

Áfram berast myndir. Næstu tvær sýna eldgosið frá Innri-Njarðvík

Mynd/Jakob Gunnarsson
Mynd/Jakob Gunnarsson

Vefmyndavél mbl.is fangaði stundina þegar gosið hófst um 20:20 í kvöld, en hægt er að spóla til baka í spilaranum hjá miðlinum til að berja þetta eigin augum.

Skjáskot/vefmyndavél mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“