fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Guðbjörg segir Íslendingum að hætta þessu – „Hámark ósvífninnar, verð ég að segja“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. febrúar 2024 08:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta gengur ekki lengur. Það segir sig sjálft,“ segir Guðbjörg Snót Jónsdóttir í Velvakanda Morgunblaðsins í dag.

„Sú venja hefur myndast inni á fésbókinni að fólk birtir myndir af kössum fullum af dóti eða þá húsgögnum fyrir utan dyrnar hjá sér og auglýsir að fólk megi hirða það ef það hefur áhuga á því. Þetta er endemis ósiður sem ætti að leggja af sem fyrst, því að þetta skapar hættu fyrir fólk sem t.d. stendur í flutningum og setur kassa eða húsgögn út á pall hjá sér svo að bílstjóri flutningabílsins, sem stundum gerir þetta líka, geti sett það inn í bíl,“ segir hún í pistlinum.

Hún kveðst hafa lesið sögur og lýsingar á Facebook af því að menn sem hafa staðið í flutningum og látið dót út á pallinn hjá sér hafi jafnvel séð bíla stoppa við húsið og hirt hlutina, í einu tilviki til dæmis út úr flutningabíl, og ekið með þá í burtu.

„Hámark ósvífninnar, verð ég að segja, að taka dót út úr flutningabílnum þar sem greinilega má sjá að fólk stendur í flutningum en ætlar ekki að senda í Góða hirðinn. Ég bið því fólk að athuga þetta og gera ekki fólki sem stendur í flutningum milli húsa erfitt fyrir.“

Hvetur hún fólk sem hefur áhuga á því að taka svona hluti að gá fyrst inn á Facebook hvort viðkomandi hafi nokkuð auglýst að það megi taka þetta.

„Ef ekki, þá má augljóst vera að menn standi í flutningum sem setja eigur sínar út, og flutningabílstjórinn jafnvel að taka það til þess að setja inn í bílinn hjá sér. Eða hvað á það eiginlega að þýða að koma fólki í svona vonda stöðu með svona uppákomum og vitleysu, því að svona framkoma er endemis vitleysa og ósiður. Það er ekki hægt að kalla þetta annað. Svo að hættið þessu – í öllum bænum. Þetta gengur ekki lengur. Það segir sig sjálft.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti