fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Hart deilt um viðbrögð lögreglu í gær: „Skömmin er hjá foreldrum barnanna“ – „Þetta eru hrottar, burt með þá“ 

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að frétt af handtöku lögreglu á tveimur drengjum á Austurvelli í gær á mótmælum nemenda í Hagaskóla hafi vakið athygli.

Vísir greindi frá málinu í gær og sagði yfirlögregluþjónn að drengirnir, sem eru á menntaskólaaldri, hafi ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. Vitni sögðu þó að enginn sérstakur aðdragandi hafi verið að handtökunni. Drengirnir voru færðir á lögreglustöð en þangað voru þeir svo sóttir af foreldrum.

Mótmælendur vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur frá Palestínu hér á landi og voru margir mættir á Austurvöll í gær til að sýna málstaðnum stuðning.

Illa upp aldir unglingar eða með hjartað á réttum stað?

Fjölmargir tjáðu sig á Facebook í gær og gagnrýndu margir störf lögreglu. Aðrir veltu þó fyrir sér hvað börn og ungmenni séu að gera á slíkum mótmælafundum.

„Hvað er verið að þvæla börnum í þessa mótmæla vitleysu,“ spurði einn í umræðum á Stjórnmálaspjallinu þar sem á annað hundrað athugasemdir hafa verið skrifaðar. „Þetta eru ekki börn, þetta eru illa upp aldir unglingar,“ sagði annar og enn annar bætti við: „Öllum ber að fara eftir tilmælum lögreglu.“

Aðrir töldu lögreglu hafa gengið allt of langt miðað við það sem fram hefur komið.

„Það er eins gott að þessir lögreglumenn sé ekki með skotvopn,“ sagði einn á meðan annar sagði: „Flottir krakkar með hjartað á réttum stað.“

Mjög skiptar skoðanir

Á Pírataspjallinu 2 fór líka fram fjörugar umræður. „Skömmin er hjá foreldrum barnanna. Eins skulda kennarar barnanna og skólastjórnendur viðkomandi skóla Alþingi og þjóðinni afsökunarbeiðni. Skammarlegt að ata börnum í skrílslæti!,“ sagði í einni athugasemd.

„Börnin eiga að vera í skólanum en ekki að mótmæla einhverju kjaftæði sem ég held að þau viti ekki um hvað snúist,“ sagði í annarri athugasemd.

„Fuck around & Find out. Ef þessir krakkar hefðu bara mótmælt eins og ALLIR hinir, væri þetta ekki til umræðu,“ sagði svo einn til viðbótar.

En margir voru þeirrar skoðunar að lögregla væri ekki starfi sínu vaxin.

„Þetta er ekki í lagi af svo ótal ástæðum. Myndbandið er ömurlegur vitnisburður um vangetu yfirvaldsins hérna,“ sagði einstaklingur sem tók þátt í umræðunum.

„Þetta eru hrottar. Burt með þá,“ sagði annar.

„Ekki var tekið svona á okkur í búsáhaldabyltingunni og þá var þinghúsið, stjórnarráðið og seðlabankinn veggfóðruð matvælum og málningu dag eftir dag.

„Ég tel að lögreglan hafi gengið alltof langt,“ sagði svo einn til viðbótar.

„Það er gaman að sjá yngstu kynslóðina rísa upp, segja meiningu sína og sýna börnum í stríðshrjáðu landi samúð!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík