fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Jens ósáttur við bruðlið: „Fáið ykkur elskurnar, það er nóg til og meira frammi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. febrúar 2024 11:30

Jens Garðar Helgason Mynd/SFS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er í al­vör­unni til of mik­ils mælst af skatt­greiðend­um að stjórn­mála­menn sýni þá lág­marks­k­urt­eisi að ganga um skatt­fé af virðingu og hætti að ganga út frá því að vas­ar heim­ila og fyr­ir­tækja séu botn­laust hyl­dýpi sem enda­laust sé hægt að ganga í?“

Þetta segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri á Eskifirði, í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar skrifar Jens um meðferð hins opinbera á skattfé almennings og segir að víða sé pottur brotinn í þeim efnum.

„Þegar við krakk­arn­ir kom­um til ömmu Nennu í Fram­kaupstað fyr­ir margt löngu bar hún kök­ur og kruðerí á borðið og sagði: „Fáið ykk­ur elsk­urn­ar, það er nóg til og meira frammi.“ Mér verður stund­um hugsað til þess­ara orða þegar ég sé og heyri stjórn­mála­menn stíga á stokk og tala af mikl­um þunga um mik­il­vægi þess að koma á lagg­irn­ar hinum og þess­um stofn­un­um eða fjölga starfs­mönn­um í öðrum. Allt í nafni þeirr­ar nauðsynj­ar að auka eft­ir­lit og yf­ir­sýn yfir okk­ur borg­ar­ana,“ segir hann.

Skattgreiðendur sitja uppi með reikninginn

Jens bendir á að skattgreiðendur, eins og ávallt, sitji uppi með kostnaðinn og það virðist sem stjórnmálamenn telji að hjá skattgreiðendum, heimilum og fyrirtækjum í landinu sé nóg til og meira frammi.

„Rík­is­sjóður fæst við snú­in verk­efni þessi dægrin. Þótt fáir geti sett sig í spor Grind­vík­inga er eitt al­veg víst; þjóðin stend­ur að baki þeim í einu og öllu. Umræða um viðbrögð við mál­efn­um Grinda­vík­ur end­ur­spegl­ar vel hvernig marg­ir stjórn­mála­menn hugsa, eða mætti kannski segja; hugsa ekki,“ segir hann og bætir við að eng­inn stjórn­mála­maður telji að mæta verði óvænt­um út­gjöld­um með því að sýna aðhald í op­in­ber­um rekstri.

„Þeir sem veigra sér við að nefna hlut­ina rétt­um nöfn­um tala um að „styrkja tekju­stofna“ en ekki skatta­hækk­un sem þetta heit­ir á manna­máli. Eng­in veit hversu mikið það mun kosta að koma Grind­vík­ing­um í var og gera við innviði. Tugi millj­arða króna hið minnsta. Eng­inn stjórn­mála­maður hef­ur viðrað hug­mynd­ir til sparnaðar á þess­um tím­um.“

Báknið blæs út

Jens segir að það virðist vera nátt­úru­lög­mál að ef stofn­un­um fjölg­ar ekki á hverju ári virðast þær sem fyr­ir eru þenj­ast út, nema hvort tveggja sé. Al­menn­ing­ur átt­i sig illa á því hvernig skatt­greiðslum hans er raun­veru­lega varið.

„En oft og tíðum læðist inn ein og ein, „lít­il“ stofn­un sem stjórn­mála­mönn­um finnst al­veg lífs­nauðsyn­leg. Og í raun ótrú­legt hvernig sam­fé­lagið komst af án þeirra. Gott dæmi um þetta eru Fjöl­miðlanefnd og Neyt­enda­stofa. Sam­tals kosta þess­ar tvær stofn­an­ir skatt­greiðend­ur tæp­ar 250 millj­ón­ir á ári sam­kvæmt fjár­lög­um. Það má al­veg ætla að ný Mann­rétt­inda­stofn­un, ef af verður, muni kosta að minnsta kosti 150–200 millj­ón­ir á ári. Að sama skapi finnst mörg­um það stór­sniðug hug­mynd að skatt­greiðend­ur greiði rúma 3,6 millj­arða króna fyr­ir að planta trjám. Á sama tíma og sjálf­stæðir skóg­ar­bænd­ur um allt land stunda trjá­rækt. Ein­hver myndi halda að þarna væri svig­rúm til aðhalds.“

Jens bendir á að hinum og þessum nefndum hafi verið komið á laggirnar í leiðinni – og þær séu ekki fríar.

„Gott dæmi er Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála, sem kost­ar tæp­ar 189 millj­ón­ir á ári. Þá er ótalið millj­arðatjónið sem úr­sk­urðir nefnd­ar­inn­ar hafa haft á fjár­fest­ing­ar og innviðaupp­bygg­ingu. Þrátt fyr­ir frjálsa fjöl­miðlun, miðlun afþrey­ing­ar­efn­is á streym­isveit­um og þar fram eft­ir göt­un­um tútn­ar Rík­is­út­varpið út á hverju ári og mun þurfa sex þúsund og eitt hundrað millj­ón­ir í fram­lög frá þjóðinni til að reka sig. Þá eru ótald­ar aug­lýs­inga­tekj­urn­ar. Dæm­in eru ótelj­andi um hvar mætti bera niður og end­ur­hugsa hvernig farið er með al­manna­fé.“

Spyr Jens að lokum hvort það sé til of mikils mælst að stjórnmálamenn gangi um skattfé af virðingu og hætti að ganga út frá því að vasar heimila og fyrirtækja séu botnlaust hyldýpi sem endalaust er hægt að ganga í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar

Þekktar systur andmæla Airbnb-frumvarpi Hönnu Katrínar