fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Túristar nefna það sem olli þeim mestum vonbrigðum á Íslandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður fara nú fram á samfélagsmiðlinum Reddit þar sem túristar sem hafa heimsótt Ísland segja annars vegar frá því sem olli þeim mestum vonbrigðum hér á landi og hins vegar því sem fór fram úr væntingum þeirra.

DV tekur hér saman nokkur atriði varðandi mestu vonbrigðin og mun svo á sama tíma annað kvöld birta umfjöllun um það sem fór helst fram úr væntingum þeirra.

Umræðan fer fram á undirsíðunni Visiting Iceland og hafa á annað hundrað athugasemdir verið skrifaðar á þráðinn. Óhætt er að segja að túristar nefni allskonar hluti sem ollu þeim vonbrigðum eða stóðu ekki alveg undir væntingum.

„Stærstu vonbrigðin okkar var hversu stuttur opnunartíminn var á öllu. Matvöruverslunum, bensínstöðvum og veitingastöðum til dæmis. Ég var ekki alveg að fíla heitu náttúrulaugarnar, allavega ekki miðað við verðið,“ segir einn og bætir við að hann hafi átt alveg jafn notalegar stundir í almenningssundlaugunum eins og í náttúrulaugunum.

„Þegar við komum virtist flugvöllurinn vera mjög góður en þegar við fórum var upplifunin allt önnur. Það voru alltof margir sem ferðuðust í gegnum hann,“ segir einn og heldur áfram: „Það hafa margir sagt að þeir hafi elskað matinn. Ég gerði það ekki. Ég held ég hafi ekki borðað eina máltíð sem stóð undir því sem ég borgaði fyrir hana. Nema kannski pizza í Bolungarvík.“

„Bláa lónið. Engin spurning að það er ofmetinn staður. Ég skil ekki „hæpið“ í kringum það. Mjög dýrt og mjög þéttsetið af fólki,“ segir einn í umræðunum.

„Ég vildi að það væri hraðari og skilvirkari leið til að komast frá flugvellinum og inn í borgina. Þeir þurfa að koma upp lest þarna á milli eða eitthvað,“ segir annar.

„Ég er á Íslandi núna og það sem helst hefur valdið vonbrigðum er veðrið. Ég hef verið hér í þrjá daga og skýjafarið hefur verið þannig að það er ekki möguleiki að sjá nein norðurljós. Það hefur snjóað mikið og það er ekki gott að taka góðar landslagsmyndir í snjó,“ segir einn sem segist vera frá Flórída.

„Ég verð sjaldan fyrir vonbrigðum þegar ég ferðast því ég reyni að stilla væntingum í hóf. En hafandi sagt það fannst mér flugvélarflakið á Sólheimasandi ofmetið. Bláa lónið fannst mér líka frekar ofmetið en það er gaman að hafa komið þangað,“ segir svo einn.

„Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þjónustuna/gestrisnina sem við fengum frá Íslendingum. Ég skil að þeir séu orðnir þreyttir á ferðamönnum. Við komum í janúar og fengum illt auga oftar en við vildum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?
Fréttir
Í gær

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum

Erkiengill vill umbreyta hörmungarhúsi í miðbænum
Fréttir
Í gær

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 

Umsögn skipulagsfulltrúa um „Græna gímaldið“ ansi afgerandi – „Leyfi til að gera ljótar byggingar er mikið á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga

Kvalin af verkjum í þrjú ár en VÍS gaf sig ekki og neitaði að borga
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“

Mál séra Friðriks ekki opnað að nýju: „Þar með var settur punktur við þetta erfiða mál“