Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.
Í tilkynningunni kemur fram að bankaráð hyggist leggja til við aðalfund bankans að bankinn greiði 16,5 milljarða króna í arð á þessu ári.
Hreinar vaxtatekjur bankans á síðasta ári námu 57,6 milljörðum króna en námu 46,5 milljörðum árið 2022. Eigið fé í árslok var 303,8 milljarðar króna en var 279,1 milljarður króna árið 2022.
Eigið fé í árslok 2023 var 303,8 milljarðar króna (2022: 279,1 milljarður króna). Á árinu 2023 greiddi Landsbankinn 8,5 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall í árslok 2023 var 23,6% (2022: 24,7%). Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands gerir 20,2% heildarkröfu um eiginfjárgrunn Landsbankans.
„Bankaráð Landsbankans hyggst leggja til við aðalfund, sem er á dagskrá þann 20. mars 2024, að greiddur verði arður til hluthafa sem nemur 0,70 krónum á hlut vegna rekstrarársins 2023, samtals 16,5 milljarðar króna. Arðgreiðslan samsvarar 50% af hagnaði samstæðu bankans á árinu 2023. Verði tillagan samþykkt munu arðgreiðslur Landsbankans á árunum 2013-2024 samtals nema 191,7 milljörðum króna.“