fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Rússar eiga í erfiðleikum með að losna við olíu – Á annan tug olíuskipa hafa setið föst vikum saman

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á annan tug olíuskipa, sem flytja olíu frá Rússlandi, hafa setið föst við strönd Suður-Kóreu vikum saman.

Reuters skýrir frá þessu og hefur eftir tveimur heimildarmönnum sem starfa við sölu á olíu. Upplýsingar úr staðsetningarkerfi skipa styðja þetta en á þeim sést að á annan tug olíuskipa, sem eru með um 10 milljón tunnur af olíu, hafa ekki hreyfst vikum saman.

Sky News segir að ástæðan sé erfiðleikar við að greiða fyrir olíuna og sífellt aukin áhrif refsiaðgerða Bandaríkjanna gegn Rússlandi.

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu og Vesturlönd gripu til refsiaðgerða hefur ein stærsta áskorun Rússa verið að losna við olíu.

Indverjar, sem hafa verið einir stærstu kaupendur rússneskrar olíu í heiminum, glíma við greiðsluerfiðleika og hafa í auknum mæli leitað eftir olíu frá Miðausturlöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi