fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Kona ákærð fyrir tilraun til manndráps

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 13:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, miðvikudaginn 31. janúar, verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur, í máli ungrar konu sem ákærð hefur verið fyrir tilraun til manndráps.

Ákært er vegna atviks sem átti sér stað laugardaginn 24. september árið 2022, einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu (upplýsingar hreinsaðar úr ákæru). Meint árás átti sér stað inni í bíl og fyrir utan bílinn. Konan, sem fædd er árið 2001, er sökuð um að hafa stungið aðra konu fimm sinnum í líkamann með hnífi, með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði á vinstri öxl neðan viðbeins, hægra læri, hægri upphandlegg, vinstra handarbaki og baugfingri hægri handar.

Héraðssaksóknari krefst þess að hin ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþolans er krafist miskabóta upp á tæplega 2,8 milljónir króna. Einnig er þess krafist að hin ákærða greiði málskostnað vegna réttargæslumanns brotaþolans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“

Flosi í HAM vegna athæfis ferðamanna – „Sýnileg merki um eigið egó“
Fréttir
Í gær

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Í gær

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“

Vilja banna börn í Bláa lóninu – „Þetta er ekki vatnsleikjagarður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri

Hlaut fangelsisdóm fyrir að keyra of hratt á sumardekkjum á Akureyri