fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Tíu mest gúgluðu sjúkdómarnir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. janúar 2024 17:30

Læknar vara við því að fólk greini sig sjálft eftir að hafa vafrað um á netinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast við það að vafra um á Internetinu í leit að upplýsingum um heilsufarsleg einkenni eða ákveðna sjúkdóma. Þó að oftast sé nú sennilega betri hugmynd að leita til læknis.

Breska markaðsrannsóknafyrirtækið Compare the Market hefur gert könnun á því hvaða sjúkdóma fólk gúglar helst. Rannsóknin náði til 155 landa.

Sjúkdómurinn sem flestir leita að upplýsingum um á netinu, eða „gúggla“, er sykursýki. Sykursýki hafnaði í fyrsta sæti í 57 löndum, þar á meðal á Íslandi. Sykursýki er mjög ofarlega á blaði hjá vestrænum þjóðum. En áunnin sykursýki hefur verið að aukast samfara aukinni offitu.

Í öðru sæti er krabbamein. Krabbamein er mest gúglaði sjúkdómurinn í 50 löndum, einkum í Afríkuríkjum og öðrum ríkjum þriðja heimsins. Til eru ótal tegundir krabbameina, og er orðið krabbamein því nokkurs konar regnhlífarheiti.

Í þriðja sætinu eru verkir. Verkir eru einkenni en langvinnir verkir geta verið af ýmsum orsökum. Meðal annars vegna gigtarsjúkdóma.

Topp tíu listinn er eftirfarandi.

1 – Sykursýki

2 – Krabbamein

3 – Verkir

4 – HIV/Alnæmi

5 – Hár blóðþrýstingur

6 – Niðurgangur

7 – Malaría

8 – Höfuðverkur

9 – Herpes

10 – Inflúensa

Læknar vara við að fólk greini sjálft sig eftir uppflettingum um sjúkdóma eða einkenni á netinu. Ráðlegast er að leita til læknis ef fólk hefur áhyggjur af heilsu sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu