fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Undarleg upplifun Magna í Landsbankanum – „Nú er spennandi hvort ég fæ afgreiðslu í „banka allra landsmanna““

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magni R. Magnússon, fyrrum kaupmaður, lenti í undarlegri lífsreynslu í Landsbankanum í lok nóvember þegar hann ætlaði að greiða reikning. Hann hafði lent í því að vera fluttur með sjúkrabíl og fékk síðan sendan reikning fyrir þá þjónustu.

Hann er bíllaus en býr á Laugarnesvegi og ákvað því að ganga út í útibú Landsbankans í Borgartúni. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Magni frá þessu og segist hafa farið í hraðbanka í Landsbankanum þar sem hann tók 10.000 krónur út til að greiða reikninginn.

Þegar hann komst að hjá gjaldkera fékk hann elskulegt viðmót og rétti honum reikninginn og seðlana. Þá spurði gjaldkerinn hvort hann ætti reikning hjá Landsbankanum. Því svaraði Magni neitandi.

„„Þá getur þú ekki greitt þennan reikning hér.“ Ég spyr þennan kurteisa gjaldkera hvort íslenskir peningar séu ekki gildir hjá þeim og hvort ég geti þá greitt með kreditkorti. „Já,“ svarar gjaldkerinn. Ég tek upp kreditkortið, hið sama og ég var að taka peningana út á, og rétti gjaldkeranum. „Æ, æ,“ segir gjaldkerinn. „Þetta kort er ekki gefið út af Landsbankanum og þess vegna get ég ekki tekið það,“ segir Magni því næst.

Hann spurði því hvort hann gæti greitt reikninginn ef hann opnaði reikning á sínu nafni og legði peningana, sem hann tók út úr hraðbanka Landsbankans skömmu áður, inn á hann.

Eftir smá athugun sagði gjaldkerinn það vera í lagi og fékk Magni langan lista sem hann þurfti að fylla út með upplýsingum um sjálfan sig.

„Þá kemur lokaspurning. „Hvaðan koma peningarnir sem þú ert að leggja inn?“ Mitt svar: „Þeir eru úr hraðbanka ykkar og ég tók þá út úr honum fyrir u.þ.b. 25 mínútum.“ Þetta var loksins samþykkt og ég gat greitt Rauða krossinum reikninginn. Nú er spennandi hvort ég fæ afgreiðslu í „banka allra landsmanna“ ef ég kem í Borgartúnsútibúið,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina

Dánarbú blindrar og fjölfatlaðrar konu þurfti að borga Tryggingastofnun – Hafði ekki hugmynd um skuldina
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 

Súlunesmálið: Margrét ekki svipt föðurarfinum – Hundruð handskrifaðra skilaboða hennar til foreldranna vekja óhug 
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum