fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Lögregla fær að rannsaka síma stúlku eftir hryllilega hópárás í Kópavogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 16:23

Kópavogur. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærasta sakbornings í hrottalegu ofbeldismáli þar sem grunur er um kynferðisbrot, líkamsárás, frelsissviptingu og rán, þarf að sæta því að lögregla rannsaki innihald snjallsíma hennar. Landsréttur hefur nú staðfest úrskurð héraðsdóms í málinu.

Árásin átti sér stað í Kópavogi í ágústmánuði en tekin af skýrsla af stúlkunni þann 10. nóvember. Neitaði hún þá að tjá sig. Lögregla telur nauðsynlegt að afrita símann til að upplýsa málið og komast að hlut hvers og eins.

Í úrskurðinum segir að brotin sem eru til rannsóknar geti varðað allt að 16 ára fangelsi. „Með vísan til framangreinds og meðfylgjandi gagna sé afar brýnt fyrir lögreglu í þágu rannsóknar málsins að rannsaka efnisinnihald farsímans og leggja hald á sönnunargögn sem þar kunni að vera. Lögregla telji afar þýðingarmikið fyrir áframhaldandi rannsókn málsins að fengin sé heimild til umbeðinnar rannsóknaraðgerðar í samræmi við hina framlögðu kröfu og að upplýsingar sem skipt geti miklu fyrir rannsókn málsins fáist ef orðið verði við kröfunni,“ segir í úrskurðinum.

Grunur leikur á því að stúlkan hafi sótt einn hinna meintu ofbeldismanna eftir ofbeldisverkið og hefur hún neitað að tjá sig um það. Segir að tilefni sé til að rannsaka þátt stúlkunnar í brotinu. „Samkvæmt gögnum málsins hefur lögreglustjóri til rannsóknar ætluð alvarleg brot og verður að telja ríka almannahagsmuni af rannsókninni. Fallast verður á að ætla megi að með þeirri rannsóknarheimild sem lögreglustjóri krefst að veitt verði megi afla upplýsinga mikilvægra fyrir rannsókn málsins,“ segir ennfremur í úrskurðinum.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð

Matvælafyrirtæki sagt hafa margsinnis brotið gegn reglum um dýravelferð
Fréttir
Í gær

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi

Fékk alvarlega nýrnabilun vegna notkunar geðlyfs – Hæstiréttur telur málið fordæmisgefandi
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“

Helgi Áss kjaftstopp: „Þetta ástand er niðurlægjandi fyrir Breiðholt“