fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Hvað eru Hamas samtökin og hverju berjast þau fyrir?

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 08:00

Forsprakkar Hamas lifa í vellystingum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamas samtökin voru stofnuð 1987 þegar Intifada uppreisn Palestínumanna stóð yfir. Þetta er hreyfing súnnímúslima. Aðalhlutverk Hamas á meðan Intifada stóð yfir var að skipuleggja mótmæli og grjótkast gegn ísraelskum hermönnum.

Samtökin urðu sífellt herskárri og 1991 stofnuðu þau hernaðararminn Ezzedine al-Qassam. Talið er að um 40.000 menn tilheyri hernaðararminum.

Hamas eru á lista ESB og Bandaríkjanna yfir hryðjuverkasamtök.

Hin mikla spenna á milli Hamas og Ísraels óx mikið eftir að Hamas tók við völdum á Gaza eftir kosningarnar 2006. Margoft hefur komið til átaka á milli Hamas og Ísraels síðan.

Það hefur verið frekar rólegt yfir átökum Ísraels og Hamas síðustu árin en í október færðust þau á nýtt stig þegar Hamas komu Ísrael á óvart að morgni 7. október þegar vígamenn samtakanna brutust í gegnum öryggisgirðinguna á milli Gaza og Ísraels og myrtu á annað þúsund manns og tóku fjölda til fanga.

Hvað varðar markmið Hamas þá er hugmyndafræði samtakanna byggð á hugmyndafræði Múslímska bræðralagsins í Egyptalandi og er markmiðið að Íslamsvæða palestínska samfélagið. En fyrst og fremst eru Hamas þjóðernissinnuð samtök sem hafa að aðalmarkmiði að koma frjálsu ríki Palestínumanna á laggirnar. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna kemur fram að þau berjist gegn gyðingaríkinu Ísrael og að hryðjuverk, þar sem óbreyttir borgarar eru drepnir og teknir sem gíslar, séu lögmætur hluti af baráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“

Kári segir að útlitið sé dökkt: „Aðal­málið er að markaðirn­ir eru skelfi­leg­ir“
Fréttir
Í gær

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október

Leigðu ferðamanni bíl á sumardekkjum í október
Fréttir
Í gær

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Í gær

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“