fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Skólafélagar 12 ára stúlku skvettu stíflueyði í andlit hennar – Birtu myndband á Tiktok

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 17. október 2023 19:24

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að skólafélagar 12 ára stúlku hafi skvett stíflueyði í andlit hennar á skólalóð á höfuðborgarsvæðinu um áttaleytið i gærkvöldi. Stúlkan var flutt á bráðamóttöku Landspítlans og er með brunasár í andliti en mildi þykir að ekki hafi farið verr.

Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður, tjáði Vísi að drengur í hópnum hafi henti stíflueyðinum framan í stúlkuna. Hópurinn hafði keypt stíflueyðinn, sem var í duftformi, sem hann blandi síðan saman við vatn og búa þannig til einhvers konar sprengju. Drengurinn hafi þó eingöngu hent duftinu framan í stúlkuna.

Guðrún segir stúlkuna hafa strax leitað aðstoðar í næsta íbúðarhúsi og íbúar þar hafi brugðist hárrétt við með því að hella mjólk í augu stúlkunnar og einnig vatnni og skolað þannig stíflueyðinn úr augum hennar. Guðrún segist hafa fengið þær upplýsingar að þessi skjótu viðbrögð hafi í rauninni bjargað sjón stúlkunnar.

Hún segir ljóst að hópurinn, sem samanstóð eingöngu af drengjum, hafi verið að herma eftir athæfi sem hann sá sá á internetinu.

Samkvæmt heimildum DV var árásin að hluta til tekin upp og birt á Tiktok. Myndbandið hafi þó verið tekið út stuttu síðar.

Guðrún segir ennfremur í viðtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort drengirnir hafi gert sér grein fyrir hversu alvarlegt athæfi þeirra var. Hún hvetur foreldra til þess að hafa eftirlit með því sem börn þeirra eru að skoða á netinu og hvað þau eru að viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Málið hefur verið tilkynnt til barnaverndar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“