fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Hvalfjarðargöng lokuð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. október 2023 17:39

Frá Hvalfjarðargöngum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að Hvalfjarðargöng séu lokuð en að hjáleið sé um Hvalfjörð. Ástæða lokunarinnar kemur ekki fram en RÚV greinir frá því að mikill eldur hafi komið upp í bíl í göngunum en enginn hafi slasast. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi lokunin mun vara.

Uppfært 18:35

Í nýrri tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að vel gekk að slökkva í bílnum en eldurinn kviknaði kl. 15:49 í dag. Þrír voru í bílnum og komust allir greiðlega út, engan sakaði.  Bíllinn var á suðurleið kominn nokkuð á veg upp frá botni ganganna þegar kviknaði skyndilega í honum. Göngunum var umsvifalaust lokað og slökkvilið kallað til og var það komið á staðinn kl. 16:06.

Bíllinn varð strax alelda. Farþegar bílsins gripu til slökkvitækja í göngunum en eldurinn var of mikill til að það dygði til að ráða niðurlögum hans. Slökkvilið kom inn í göngin að norðanverðu þar sem reyk lagði suður göngin. Vel gekk að slökkva í bílnum.

Í tilkynningunni segir að eftir að reykræstingu ganganna ljúki verði að yfirfara allan búnað í göngunum til að tryggja öryggi þeirra. Reiknað er með því að lokun verði aflétt um klukkan 19:00 en það verður þó tilkynnt þegar af verður.

Uppfært 19:29

Hvalfjarðargöng hafa verið opnuð á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Í gær

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“