fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Svívirðilegur glæpur gegn 13 ára stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. febrúar næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjaness í máli manns sem sakaður er um svívirðilegan glæp gegn barni. DV hefur ákæru Héraðssaksóknara í málinu undir höndum en maðurinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku á nýársdag árið 2020, eða eins og segir í ákæru: …„með ólögmætri nauðung og án samþykkis, stungið fingrum inn í leggöng.“

Brotið telst varða við 1. málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga, en hún er svohljóðandi:

„[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.] “

Brot gegn lögreglumanni og forstöðumanni

Tveir aðrir ákæruliðir eru í ákærunni. Maðurinn er sakaður um að hafa að kvöldi miðvikudagsins 21. júlí árið 2021 slegið lögreglumann sem var að handtaka hann ásamt öðrum lögreglumönnum með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar, bólgu og hruflsár á enni.

Í þriðja lagi er maðurinn síðan ákærður fyrir að hafa að kvöldi þriðjudagsins 5. október 2021 tekið borðhníf og ógnað forstöðumanni áfangaheimilis með hnífnum. … „en þegar B ætlaði að taka hnífinn af ákærða rakst hnífurinn í andlit B með þeim afleiðingum að ann hlaut sár á hægri kinn,“ segir í ákæru.

Fyrir hönd stúlkunnar sem maðurinn er ákærður fyrir að hafa brotið gegn er krafist tveggja milljóna króna í miskabætur.

Sem fyrr segir verður réttað í málinu þann 2. febrúar næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna