fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Þrír rændu og lömdu ungan dreng – Kröfðu hann um síma, skó og skartgripi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 06:31

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír aðilar rændu ungan dreng í gærkvöldi og beittu hann ofbeldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að drengurinn hafi verið krafinn um skó og skartgripi. Að endingu náðu ofbeldismennirnir símanum af fórnarlambi sínu og neituðu að láta hann fá hann aftur. Drengurinn komst undan á hlaupum en sjá mátti áverka á andliti hans eftir hnefahögg.

Í miðbænum var tilkynnt um konu að reyna að komast inn í bifreiðar. Þegar lögreglu bar að neitaði konan að segja til nafns og var í verulega annarlegu ástandi. Konan verður vistuð í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hana.

Einnig hafði lögregla afskipti af ungmennum að reykja kannabis á skólalóð. Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að allt fólkið var komið yfir 18 ára aldur og játuðu þau reykingarnar fúslega. Hins vegar var kannabisið allt uppurið þegar lögreglu bar að.

Þá stöðvaði lögregla ökumann sem reyndist undir áhrifum fíkniefna. Sá var handtekinn og reyndist þá ennfremur vera vopnaður hníf. Hann var leystur úr haldi eftir blóðsýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“

Húðlæknir vill banna ljósabekki á Íslandi – „Algjörlega fáránlegt að það sé ekki búið að banna þá“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða