fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum en átti að vera í steininum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. ágúst 2023 06:37

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, hann var handtekinn og fluttur til blóðsýnatöku. Í dagbók lögreglu í morgun kemur fram að við nánari athugun reyndist umræddur ökumaður ekki hafa mætt til afplánunar í fangelsi eins og til stóð. Í kjölfarið var hann því vistaður í fangaklefa og stendur til að hafa samband við fangelsismálayfirvöld í dag. Má ætla að í kjölfarið hefji maðurinn afplánun eins og gert var ráð fyrir og mögulega náði hann sér í refsiauka í kaupbæti.

Þá var tilkynnt um bruna í bifreið á Miklubraut þar sem bifreiðin varð alelda. Blessunarlega komust farþegar bílsins út úr honum og því urðu engin slys á fólki og gekk slökkvistarf hratt fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“