

Það má ýmislegt segja um Elon Musk, ríkasta mann heims, en hann er að minnsta kosti maður orða sinna, að minnsta kosti yfirleitt. Hann hefur ýjað að því um skeið að nýtt vörumerki væri í vændum fyrir samfélagsmiðilinn Twitter og í kjölfarið myndi miðillinn breytast í „ofurmiðil“. Það var svo opinberað seint í gærkvöldi þegar Linda Yaccarino, forstjóri Twitter, tísti um breytinguna og opinberaði svo vörumerkið í morgun.
Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn frægi, sem nefndur er Larry, sem hefur verið einkennismerki Twitter, mun fljúga á vit ævintýra sinna.