fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Sýknaður þrátt fyrir alvarlegar hótanir á Facebook – „Ef ég hitti A mun ég skjóta hana í hausinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 15:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. júní síðastliðinn var kveðinn upp dómur yfir manni sem ákærður var fyrir hótanir í garð konu. Hótanirnar voru í formi færslna á Facebook-síðu mannsins. Ákært var fyrir eftirfarandi ummæli þar:

„Ég segi það aftur ég hata A!“. „Það er kominn tími að þetta úrhrak mæti mér og
taki afleyingunum!“

„Ef ég hitti A mun ég skjóta hana í hausinn, […]“.

„Ef ég hefði byssuleyfi til að skjóta þá sem hættu ber af þá fengi
A fyrstu kúluna“.

Maðurinn játaði að hafa skrifað þessar hótanir en sagðist hafa gert það í ölæði og síðan tekið færslurnar út eftir nokkrar klukkustundir. Færslurnar hefðu ekki verið ætlaðar konunni til aflestrar, voru þetta ekki opnar færslur og auk þess höfðu konan og maðurinn lokað á hvort annað á Facebook.

Í dómsniðurstöðu segir: „Ákærði neitar sök. Varnir hans hverfast í aðalatriðum um það að engin alvara hafi verið að baki téðum færslum, hann hafi engan ásetning haft til hótana né heldur að téðar færslur bærust til brotaþola.“ Dómari segir að ummælin hafi verið mjög alvarleg og í sjálfu sér refsiverð en tekur tillit til takmarkaðrar útbreiðslu þeirra: „Samkvæmt 18. gr. sömu laga er ásetningur áskilinn sem saknæmisskilyrði fyrir hótunarbroti. Ásetningur þarf meðal annars að taka til þess að setja fram hótun og
til vitneskju um að hún sé tekin alvarlega. Þá er miðað við að hótun geti verið sett fram gagnvart þriðja aðila ef ásetningur geranda stendur til þess að þriðji maður komi hótuninni áleiðis til hins eiginlega hótunarþola.“

Útilokun fólksins hvort á öðru á Facebook er lykilatriði í niðurstöðu dómsins sem kemst að þeirri niðurstöðu að útbreiðsla ummælanna hafi verið svo takmörkuð að þau geti ekki talist hótunarbrot í skilningi laganna. Er sannað að konan fékk vitneskju um skrif mannsins í gegnum þriðja aðila.

Maðurinn var því sýknaður af ákærunni en dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér