fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hundrað og fimmtíu ökumenn myndaðir við að keyra of hratt

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 15:36

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu á vef lögreglunnar í dag kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi viðhaft umferðareftirlit í Garðabæ í morgun og myndað hraðakstursbrot ökumanna. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt á Reykjanesbraut á móts við Miðgarð íþróttamiðstöð. Á einni klukkustund, í morgun, fóru 1.155 ökutæki þessa akstursleið. Af þeim voru 150, 13 prósent, yfir leyfilegum hámarkshraða.

Á þessum vegarkafla er hámarkshraðinn 80 kílómetrar á klukkustund en meðalhraði hinna brotlegu var 95 kílómetrar á klukkustund. Alls óku 20 ökumenn á 100 kílómetra hraða á klukkustund eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 117 kílómetra hraða.

Segir lögreglan að þessi vöktun sé liður í umferðareftirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og að skýjað og þurrt hafi verið á meðan mælingunni stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm