fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Þetta var útilokað fyrir þremur mánuðum – Nú láta Rússar í útlegð sig dreyma um þetta

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. júní 2023 09:00

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er mikil pólitísk breyting yfirvofandi í Rússlandi? Ef svo er, geta rússneskir lýðræðissinnar, sem eru í útlegð, sameinast undir einum hatti og geta þeir ruðst inn á hið pólitíska svið?

Tæplega 300 rússneskir stjórnarandstæðingar, sem eru í útlegð, komu saman í síðustu viku í húsnæði Evrópuþingsins og ræddu þetta.

Það voru fjórir þingmenn á Evrópuþinginu sem boðuðu til fundarins sem var sá fyrsti þar sem Evrópuþingið hefur gefið rússnesku útlögunum opinberan vettvang til að funda. Ástæðan er að í Evrópu eru sumir farnir að hugleiða hvernig Rússland mun líta út þegar Pútín verður horfinn af sjónarsviðinu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem talað er um möguleikann á stöðunni eftir Pútín. Fyrir þremur mánuðum var þetta útilokað. ESB-ríkin töldu að Pútín myndi verða forseti árum saman ef ekki áratugum saman . . . Núna, hefur þessi skoðun breyst,“ sagði Bernard Guetta, franskur þingmaður sem var meðal fundarboðenda. The Guardian skýrir frá þessu.

Mikhail Khodorkovsky, sem var áður ríkasti maður Rússlands en missti allt þegar hann var fangelsaður 2003, sagði að það að skipta Pútín út muni ekki breyta neinu ef kerfið verður áfram óbreytt. „Það verður að eyða þessari stjórn. Það er engin önnur leið til friðsamrar, eðlilegrar framtíðar fyrir Rússland og Evrópu og allan heiminn,“ sagði hann á fundinum.

Rússneskir stjórnarandstæðingar hafa haft þetta sama sjónarhorn á lofti árum saman en oft hefur fólki kannski fundist þetta vera einhverskonar óskhyggja frekar en raunsæi. En nú, þegar rússneski herinn á í vök að verjast, árásir eru gerðar með drónum í Rússlandi og af rússneskum andspyrnuhópum og deilur innan elítunnar eru farnar að verða lýðnum ljósar, eru margir farnir að velta fyrir sér hvort Pútín sé eins öruggur í Kreml eins og áður var talið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt